Blue Flower

þróttabandalag Akureyrar heldur upp á 70 ára afmæli sitt í dag og að því tilefni verður Svifflugfélag Akureyrar með kynningu í Íþróttahöllinni. Ég hvet alla til að koma í heimsókn.

 

 • IBA1
 • IBA10
 • IBA2
 • IBA3
 • IBA4
 • IBA5
 • IBA6
 • IBA7
 • IBA8
 • IBA9
 • iba_homepage

Simple Image Gallery Extended

TF-SBP hefur verið sett saman og búið að fljúga 3 flug í dag. 
Vélin er geymd úti amk. fram á næsta mánudag en spáin er ágæt þannig að hún ætti að þola það.

Eyjólfur Guðmundsson flugrektor tók tékk á vélina í dag þannig að nýr flugmaður hefur bæst í hópinn sem er mjög gott.

En sem sagt, vélin er klár og aðgengileg þeim sem hafa réttindi til að fljúga henni,

Aðalfundur Svifflugfélags Akureyrar verður haldinn miðvikudaginn 1 apríl klukkan 20 í Grásteini á Akureyrarflugvelli.

Dagskrá fundarins er venjuleg aðalfundastörf. 

Kynnt verður nýtt kennslufyrirkomulag sem er byggt á samstarfi við félaga okkar í Svifflugfélagi Íslands og farið yfir stöðu félagsins og framtíðarstefna rædd.

Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta. 

 

Ath.

Þar sem dagurinn eftir 1 apríl er frídagur þá er velkomið að taka með sér "nesti" til að eiga eftir að fundarstörfum líkur.

Kveðja Stjórnin.

Ársskoðun á Dímónunni er lokið og viðhaldsdeildin hefur staðið sig rosalega vel eins og reyndar þeir kappar gera alltaf. 

Nú líður að páskum og veðrið undanfarna daga hefur verið algjörlega dásamlegt þannig að það er farið að hríslast flug fiðringur um marga. 

Því ætlum við ef veður leyfir að setja saman Dímónuna næsta laugardag 28 Mars. 

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og aðstoða við samsetninguna og náttúrulega eiga menn að setja upp sólgleraugun og taka flug.

Þeir sem eru með tékk eru hvattir til að taka sín fyrstu flug ársins og jafnframt minni ég á að fara varlega og ef langt er síðan síðasta flug var þá skulið þið grípa með ykkur einn af kennurum félagsins Braga, Baldur eða Zippo eða bara einhvern sem er current, gaman saman.

Stjórn félagsins sem var kosin á aðalfundi SFA þann 17 mái 2017 er eftirfarandi.

Hlutverk

Nafn

Sími

Formaður

Sigtryggur Sigtryggsson

8213278

Gjaldkeri

Baldur Þorsteinsson

8620418

Ritari

Jón Magnússon

8249915

Varaformaður

Jónas Hallgrímsson

8606309

Varamaður

Finnur Helgason

8620445

Varamaður

Bragi Snædal

8631268

Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið svifflug (hjá) gmail.com