Blue Flower

Hér er nýuppfærður flight manual fyrir okkar Super Dímónu með öllum viðbótum og uppfærslum fram til dagsins í dag. 

Flight manual

Flight manual framhald

Það eina sem vantar þarna er uppfærð viktunarsíða.

 

Gaman að því að TF-SBA fyrsta tveggja sæta kennsluvél SFA var hönnuð fyrir bandaríska herinn til þjálfunar fyrir þessa flugmenn en var síðan ekki notuð þar sem hún þótti einum of góð sviffluga ! 

http://en.wikipedia.org/wiki/Schweizer_SGS_2-12 Og þessi setningu hér get ég tekið undir, ég man eftir bölvinu og ragninu frá Snæbirni þegar við vorum að reyna að berja þetta apparat saman ! The SGS 2-12 is a large and heavy glider. It is also difficult and time-consuming to remove the wings for trailering or storage. Svo flaug þetta ágætlega, hékk að vísu sjaldan lengi uppi.

Hinn árlegi fundur um flugöryggismál verður haldinn fimmtudaginn 27.mars kl: 20.00. Ragnar Guðmundsson fulltrúi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa mætir á fundinn og ræðir óhöpp og slys sl.árs . Allir félagsmenn og  flugáhugamenn hvattir til að koma. Bætum þekkingu okkar.

Veitingar í boði.

Staður Félagsheimili VFA Skýli 13